Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Uppáhaldsstaðir Önnu Taylor: Fjallstoppar og Snæfellsnes
Þriðjudagur 30. júní 2015 kl. 07:00

Uppáhaldsstaðir Önnu Taylor: Fjallstoppar og Snæfellsnes

Uppáhaldsstaður Reykjanesbæingsins Önnu Taylor, framhaldsskólakennara við FS, er á fjallstoppi. „Hæð fjallsins og nafn skiptir ekki máli heldur þessi einstaka frelsistilfinning sem fylgir því að ganga upp fjallið og ekki skemmir fyrir að vera með skemmtilegum ferðafélögum,“ segir Anna, en eitt af þeim svæðum sem er í miklu uppáhaldi hjá henni er Snæfellsnes. „Þar er fullt af flottum tindum sem hægt er að toppa. Einn af þeim er Helgrindur. Í fyrra skiptið sem ég toppaði Helgrindur var ekkert útsýni af toppnum en tilfinningin var góð. Mikil orka og mikil gleði. Það er samt alltaf jafn skrýtin tilfinning að sjá ekki neitt og eina staðfestingin á því að toppnum er náð er að staðsetningartækið gefur það til kynna.“

Í seinna skiptið var gengið upp frá Grundarfirði en kom niður sunnan megin ekki lagt frá Lýsuhól. „Á toppnum var frábært veður og útsýni til allra átta. Það sem heillar mig mest við Snæfellsnesið er þessi ólýsanlegi kraftur sem á þar heima. Það skiptir engu máli hvernig veðrið er; orkan og félagsskapurinn er mun mikilvægari en veðrið.“

 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024