Uppáhalds tímarnir eru íslenska og stærðfræði
Arndís Lára Kristinsdóttir er grunnskólanemi vikunnar, hún er nemandi í Gerðaskóla og er áhugasöm um bakstur og ræktina.
Grunnskólanemi: Arndís Lára Kristinsdóttir.
Í hvaða skóla ertu? Gerðaskóla.
Hvar býrðu? Garði.
Hver eru áhugamálin þín? Að fara í ræktina og að baka.
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? 10.VH og ég er 15 ára.
Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Hitta vinina og svo eru íslenska og stærðfræði tímar uppáhalds tímarnir.
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Já eg ætla í framhaldsskóla.
Ertu að æfa eitthvað? Nei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinum og fjölskyldu.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ryksuga heima.
Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Myndi mjög líklega fara með hann í bankann.
Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Símans míns.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vil vinna í banka.
Uppáhalds matur: Avacado, sætar kartöflur og local salat, get ekki valið.
Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn sérstakur, hlusta á allt.
Uppáhalds app: Snapchat.
Uppáhalds hlutur: Síminn minn.
Uppáhalds þáttur: Friends.