Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Upp úr kreppunni með menningartengdri ferðaþjónustu
Miðvikudagur 21. apríl 2010 kl. 08:47

Upp úr kreppunni með menningartengdri ferðaþjónustu


Leiðsögumenn Reykjaness boða til fundar þá aðila sem starfa í ferðaþjónustu og/eða menningarmálum á Suðurnesjum, fimmtudaginn 29. apríl næstkomandi.  Fjallað verður um hugsanlegar leiðir til að stuðla að því að vöxtur í ferðaþjónustinni skili sér til Suðurnesja. Fjallað verður um styrkleika svæðisins, veikleika, ógnanir og tækifæri og leitast við að svara spurningum þar að lútandi.

Dagksrá hefst klukkan 13:00 með mætingu og skráningu.Katrín Jakobsdóttir, menningar- og menntamálaráðherra, Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðum. Byggðasafns Reykjanesbæjar, Sigrún Jónsdóttir Franklín, SJF menningarmiðlun flytja framsöguerindi. Á eftir framsöguerindum verður kaffispjall og SVÓT vinna.
Farið verður yfir samantekt hópa milli kl. 16:20-17:00.

„Allt bendir til þess að ferðaþjónustan verði mikilvæg í leiðangri samfélagsins upp úr efnahagserfiðleikunum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það sýndi sig í Finnlandi að ferðaþjónustan var fljót að bregðast við breyttum aðstæðum og er það mat margra að ef betur hefði verið að henni hlúð hefðu sóknarfærin nýst betur og greinin náð að leggja enn meira af mörkum til endurreisnarinnar. Ýmislegt bendir til þess að hið sama sé uppi á teningnum hér á landi og aðstæður um margt hagstæðar ferðaþjónustunni.
Finnum sóknarfærin og vinnum saman.
Í SVÓT vinnunni munum við vinna í hópum að því að greina styrkleika og veikleika svæðisins til sóknar í menningartengdri ferðaþjónustu. Finnum ógnanir og tækifærin sem ástandið og komandi misseri fela í sér fyrir ferðaþjónustuna almennt og fyrir menningartengda ferðaþjónustu sérstaklega,“ segir í fundarboði frá Leiðsögumönnum Reykjaness.

Fundurinn er sem fyrr segir fimmtudaginn 29. apríl frá kl. 13:30 – 17:00 á Flughóteli í Reykjanesbæ. Skráning er á : [email protected]


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024