Mannlíf

Unuhátíð í Útskálakirkju á sunnudag
Fimmtudagur 22. nóvember 2018 kl. 08:05

Unuhátíð í Útskálakirkju á sunnudag

Unuhátíð verður haldin í Útskálakirkju í Garði sunnudaginn 25. nóvember kl. 17:00. Hátíðin er til heiðurs Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst.
 
Hörður Gíslason frá Sólbakka minnist Unu og samferðafólks hennar í Garðinum. Veitt verða verðlaun fyrir ljóðasamkeppni Dagstjörnunnar. Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran, syngur. Guðmundur Örn Jóhannsson, bassi, syngur.
 
Einar Hugi Böðvarsson leikur á orgel og píanó. Ljósmyndabók sem Guðmundur Magnússon hefur unnið verður til sýnis og sölu.
 
Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst stendur að viðburðinum. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og hægt er að leggja inn á reikning Hollvina Unu: 0142-05-71020, kt. 590712-0190.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024