Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 27. júlí 2002 kl. 18:08

Unnur sigraði á Asnaleikum FM957

Sumardjamm FM957 hófst í dag með miklu fjöri í portinu hjá N1-bar í Keflavík kl. 14:00 og stóð til 16:00. Þar voru meðlimir Ding-Dong með smá sprell og hljómsveitin Í svörtum fötum spilaði nokkur lög. Hápunkturinn var þó án efa Asnaleikarnir þar sem þrír drengir og þrjár stúlkur kepptu í því hver væri mesti asnalegastur í Reykjanesbæ. Var það Unnur Svava Sverrisdóttir 20 ára stúlka úr Njarðvík sem sigraði keppnina. Nánar verður sagt frá Asnaleikunum og öðru sem fram fór á Sumardjammi FM957 síðar ásamt því að ýmsar skemmtilegar myndir verða birtar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024