Unnu upplestrarkeppni í Gerðaskóla
Þrjár stúlkur í Gerðaskóla urðu hlutskarpastar í upplestrarkeppni sem fram fór í skólanum fyrir stuttu. Stúlkurnar eru Eva Jenný Þorsteinsdóttir, Una María Vignisdóttir og Íris Rut Þorsteinsdóttir en þær eru allar í 7. bekk.
Stelpunum fannst gaman að taka þátt í upplestrarkeppninni og þegar þær eru spurðar hvort þær lesi mikið svara þær: „Já við lesum dálítið.“ En hvað gera þær þegar þær eru ekki í skólanum? „Þá erum við með vinum, í fótbolta eða upp í hesthúsi,“ sögðu þær og það er greinilega mikið að gera hjá þessum hressu stelpum.
Myndin: F.v. Eva Jenný Þorsteinsdóttir, Una María Vignisdóttir og Íris Rut Jónsdóttir. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Stelpunum fannst gaman að taka þátt í upplestrarkeppninni og þegar þær eru spurðar hvort þær lesi mikið svara þær: „Já við lesum dálítið.“ En hvað gera þær þegar þær eru ekki í skólanum? „Þá erum við með vinum, í fótbolta eða upp í hesthúsi,“ sögðu þær og það er greinilega mikið að gera hjá þessum hressu stelpum.
Myndin: F.v. Eva Jenný Þorsteinsdóttir, Una María Vignisdóttir og Íris Rut Jónsdóttir. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.