Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þriðjudagur 10. júlí 2001 kl. 10:24

Unnu í spurningaleik B.S.

Þrír getspakir einstaklingar hrepptu glæsileg verðlaun í spurningaleik sem haldinn var á fjölskyldudegi Brunavarna Suðurnesja þann 9. júní sl. Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóri B.S. afhenti vinningshöfunum verðlaunin sl. föstudag á slökkvistöðinni í Keflavík og að krakkarnir fengu síðan að fara á rúntinn í nýja slökkvibílnum. Snjólaug Ösp Jónsdóttir, 3 ára, hlaut fyrstu verðlaun sem voru hlaupahjól, eldvarnarteppi, reykskynjari o.fl. Kristbjörg Eggertsdóttir, 10 ára varð í 2. sæti og Kjartan Óli Ármannsson, 4 ára í því þriðja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024