UNGT MYNDLISTARFÓLK MEÐ SÝNINGU Í SVARTA PAKKHÚSINU
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ hélt námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-14 ára. Krakkarnir sýndu afrakstur vinnu sinnar í Svarta pakkhúsinu s.l. laugardag og sýningin verður endurtekin n.k. laugardag kl. 14-18. Á myndinni eru krakkarnir ásamt leiðbeinanda sínum, Önnu Maríu, og umkringd listaverkum sem voru hvert öðru glæsilegra.Enginn skortur á hæfileikum á þeim bænum. VF-mynd: Silja Dögg Gunnarsdóttir