Ungt hæfileikafólk verðlaunað
Úrslit í ljósmyndamaraþoni 9. bekkja grunnskóla Reykjanesbæjar, voru kynnt á Bókasafni Reykjanesbæjar fyrir skömmu. Maraþonið var haldið á vegum Bókasafns Keflavíkur og félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima. Þátttaka var góð og stefnt er að að halda slíkt maraþon aftur að ári. Myndirnar eru nú til sýnis á bókasafninu.Margrét Birna Valdimarsdóttir fékk fyrstu verðlaun fyrir bestu filmuna og fékk Canon luxus myndavél að launum. Sif Aradóttir og Aldís Óskarsdóttir fengu verðlaun fyrir frumlegustu myndirnar, en heiti þeirra var Orka og Ást. Baldur Guðmundsson, frá Sparisjóðnum afhenti hvorri um sig 5000 kr. inneign á Start reikningi Sparisjóðsins.Styrktaraðilar keppninnar voru Myndarfólk, Sparisjóðurinn og Hitaveita Suðurnesja. Dómnefndina skipuðu Haukur Ingi Hauksson, Berglind Bjarnadóttir og Svanhildur Eiríksdóttir. Svanhildur sagði að dómnefndin hefði verið nokkuð sammmála um valið. „Þarna voru margar skemmtilegar hugmyndir en það vantaði stundum svolítið uppá tæknilegar útfærslur“, sagði Svanhildur.