Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Vildi geta teleportað
Föstudagur 12. maí 2023 kl. 06:43

Ungmenni vikunnar: Vildi geta teleportað

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Signý Magnúsdóttir
Aldur: 15
Skóli: Akurskóli
Bekkur: 10.
Áhugamál: Lestur, félagsstörf

Signý Magnúsdóttir er nemandi í tíunda bekk Akurskóla og er mjög metnaðarfull og sjálfstæð. Hún elskar ensku og ætlar að klára stúdentinn í FS. Signý er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Ég elska ensku, hef alltaf haft mjög gaman af henni.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Sóley, hún er með alveg frekar marga fylgjendur á samfélagsmiðlum og stendur sig vel þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Örugglega þegar við pökkuðum inn öllu í stofunni hjá kennaranum okkar og hentum klósettpappír út um allt hjá öðrum kennara fyrir árshátíðavídeóið.

Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Pési, hann hefur alltaf eitthvað skemmtilegt að segja.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? All The Stars með SZA og Kendrick Lamar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pestó pasta með kjúklingi.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? 10 Things I Hate About You.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Síma, þyrlu og manneskju sem kann að fljúga þyrlu.

Hver er þinn helsti kostur? Metnaðarfull.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Teleportation.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Hef ekki hugmynd, ætla í FS og klára stúdent þar og finna út úr restinni seinni.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég er mjög sjálfstæð.