Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Traust körfuboltamær
Sunnudagur 30. apríl 2023 kl. 06:05

Ungmenni vikunnar: Traust körfuboltamær

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Hulda María Agnarsdóttir
Aldur: 15 ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Körfubolti

Hulda María er fimmtán ára körfuboltamær sem er í 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Hulda María æfir körfubolta með Njarðvík og er hún að skara mikið fram úr þar. Hulda segir markmið hennar eftir grunnskóla sé að fara í framhaldsskóla og eftir það í háskóla í Ameríku til þess að spila körfubolta. Hulda María er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og enska held ég.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Patrik út af körfunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Veit ekki margar skemmtilegar.

Hver er fyndnastur í skólanum? Yasmin.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ummm – hlusta mikið á Drake.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? BBQ kjúlli.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Örg, gamla Space Jam-myndin með MJ.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn, körfubolta og mat, þá myndi ég ná að lifa.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er traust.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Lesa hugsanir eða teleportað.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar það er traust og skemmtilegt.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég ætla að fara í framhaldsskóla og svo í háskóla í Ameríku að spila körfubolta.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Veit ekki, örugglega ákveðin.