Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Tæki bát með á eyðieyju
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 4. nóvember 2023 kl. 06:11

Ungmenni vikunnar: Tæki bát með á eyðieyju

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Rakel Viktoría Sigmundsdóttir.
Aldur: 15 ára.
Bekkur og skóli: 10. bekkur, Akurskóli.
Áhugamál: Að keyra fjórhjól.

Rakel Viktoría Sigmundsdóttir er fimmtán ára nemandi við Akurskóla í Reykjanesbæ. Hún stefnir á að verða lögfræðingur og fer í ræktina til að halda sér í formi. Rakel Viktoría er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Ég myndi segja danska.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Mikki, hann er fyndinn og góður karakter.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Örugglega bara allt, ég er ekkert að pæla í því.

Hver er fyndnastur í skólanum? Mikki og Pési.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Taktu þitt eigið – XXX Rottweiler hundar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? American Psycho.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Bát, vatn og mat. Bát til að komast heim, ég ætla ekkert að vera þarna, og svo mat og vatn til að lifa af.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er stundvís.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta breytt mér í hvað sem er (shapeshifting).

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að vera heiðarlegur.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég vil verða lögfræðingur.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég fer í ræktina.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Metnaðarfull.