Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Stundar knattspyrnu af lífi og sál
Sunnudagur 19. maí 2024 kl. 06:11

Ungmenni vikunnar: Stundar knattspyrnu af lífi og sál

Ungmenni vikunnar
Nafn: Una Bergþóra Ólafsdóttir
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10. bekkur Stapaskóli
Áhugamál: Fótbolti

Una Bergþóra Ólafsdóttir er fimmtán ára og frábær, eins og hún segir sjálf. Una segist vera líklegust til að verða fræg því hún stefnir á að ná langt í fótbolta. Una Bergþóra er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Stærðfræði.

Hver í skólanum þínum er líkleg(ur) til að verða fræg(ur) og hvers vegna? Ég, af því að ég stefni langt í fótbolta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar við krakkarnir hrekktum kennarana með því að fela púltin þeirra, þannig að þau fundu þau ekki þegar þau mættu í kennslu um morguninn. Við hlógum mjög mikið þann morgun.

Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Við vinkonuhópurinn erum mjög fyndnar en hún Hafdís stendur upp úr.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ekki stinga mig af með Friðrik Dór.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Reykt lambalæri.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Anyone but you.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Fótbolta, svo ég geti haldið á lofti og æft mig, kærastann, svo ég geti spilað fótbolta með honum og ég myndi líka bara sakna hans og bát.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er traust og félagslynd.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta farið á milli staða einn tveir og bingó.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst mikilvægt að fólk sé fyndið, umburðarlynt og traustsins vert.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég stefni á að fara á íþróttabraut í FG og kannski íþróttasálfræði í framtíðinni.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Ég stunda knattspyrnu af lífi og sál.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Frábær.