Ungmenni vikunnar: Stór og svangur
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Heimir Gamalíel Helgason
Aldur: 15
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 10. JGS
Áhugamál: Körfubolti
Heimir Gamalíel er fimmtán ára íþróttamaður í 10. bekk í Njarðvíkurskóla. Heimir er á mikilli uppleið í körfunni með Njarðvík og stefnir hann á að fara út í skóla eftir grunnskóla. Heimir segir að hans helsti kostur sé að hann sé stór því það hjálpar honum verulega í körfunni. Heimir er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Enska.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég út af körfubolta.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég og strákarnir erum að fokkast.
Hver er fyndnastur í skólanum? Strákarnir, Sölvi og Freysteinn.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Everything is AWESOME - JoLi.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Píta.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Lego Movie.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Jóa, skyr og Sölva.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er stór.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Geta lesið hugsanir.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Loyalty [hollusta].
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara eitthvert út í skóla.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Svangur.