Ungmenni vikunnar: Maður þarf tónlist
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Alexander Grétar Grétarsson
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10. bekkur, Akurskóli
Áhugamál: Tónlist
Alexander Grétar Grétarsson er fimmtán ára nemandi við Akurskóla í Reykjanesbæ. Tónlist er helsta áhugamál Alexanders og hann tæki gítar með sér á eyðieyju ef hann gæti. Alexander Grétar er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Náttúrufræði.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Mikki, því hann er mad fyndinn.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Það er eiginlega engin sem stendur upp úr hjá mér.
Hver er fyndnastur í skólanum? Mikki.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? King Kunta – Kendrick Lamar.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mexíkósúpa
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? The Purge.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Öxi, gítar og kveikjara. Öxi til að veiða og fleira, gítar því maður þarf tónlist og kveikjara til að kveikja eld.
Hver er þinn helsti kostur? Heiðarleiki.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að fljúga svo ég þurfi ekki að borga fyrir flug.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Rafvirki.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Ég fer bara í gymið.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Traustur.