Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Jákvæð og góðhjörtuð
Föstudagur 27. september 2024 kl. 06:12

Ungmenni vikunnar: Jákvæð og góðhjörtuð

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Freydís Ósk Sæmundsdóttir
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10. TG Njarðvíkurskóli
Áhugamál: Baka og versla

Freydís Ósk Sæmundsdóttir er fimmtán ára nemandi í tíunda bekk Njarðvíkurskóla. Hún segir jákvæðni vera helsta kost sinn og væri til í að geta teleportað. Freydís er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Enska og íslenska.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Elísa Vals – áhrifavaldur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Dettur ekkert í hug.

Hver er fyndnastur í skólanum? Torfi kennari.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? TELEKINESIS (Travis Scott, SZA og Future).

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjúklinganaggar.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Mamma Mía.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Síma, þyrlu og vinkonu.

Hver er þinn helsti kostur? Jákvæð.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Geta teleportað.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni og húmor.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Læra að vera læknir eða flugreyja.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Nei.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði, hvaða orð væri það? Góðhjörtuð.