Ungmenni vikunnar: Finnst skemmtilegast í íþróttum
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Guðmundur Óskar Elíasson.
Aldur: 15 ára.
Bekkur og skóli: Sandgerðisskóli og 10. bekk.
Áhugamál: Fótbolti og allt sem tengist honum.
Guðmundur Óskar er fimmtán ára nemandi í Sandgerðisskóla sem hefur mikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega fótbolta. Hann stefnir á íþróttabraut til að verða þjálfari í framtíðinni. Guðmundur Óskar er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Gunnlaugur Yngvi út af fótboltanum.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ég man ekki eftir neinni.
Hver er fyndnastur í skólanum? Ástmar, hann er meistari.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Bakka ekki út af Aron can.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pizza.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Goal.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Bolta, boltapumpu og föt út af því að ég þarf að hafa eitthvað að gera.
Hver er þinn helsti kostur? Ég verð sjaldan veikur.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Teleportation.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Gáfur.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Örugglega bara íþróttabraut til þess að verða þjálfari.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Ég æfi fótbolta og handbolta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Skrítinn.