Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Er heiðarleg, hreinskilin og klárlega fyndnust
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 12. nóvember 2023 kl. 06:10

Ungmenni vikunnar: Er heiðarleg, hreinskilin og klárlega fyndnust

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Júlía Mist Guðjónsdóttir
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10. bekkur í Myllubakkaskóla
Áhugamál: Félagsstörf og bakstur

Júlía Mist Guðjónsdóttir er á lokaári í Myllubakkaskóla og hún ætlar í framhaldsskóla og ferðast eftir grunnskólanámið. Hún hefur áhuga á félagsstörfum og er í unglinga-ráði Fjörheima. Júlía Mist er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Heimilisfræði og stærðfræði.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Jakob, því hann er geggjaður á píanó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég var í 6. bekk og við máttum ekki tala í 40 mínútur og kennarinn ætlaði að setjast niður og stóllinn rann undan honum og hann datt á gólfið.

Hver er fyndnastur í skólanum? Klárlega ég.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Set fire to the rain með Adele.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er lasagne.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Uppáhaldsmyndin mín er Coyote Ugly.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Ég myndi taka mat, vatn og bát.

Hver er þinn helsti kostur? Er heiðarleg og hreinskilin.

Ef þú gæti valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að vera ósýnileg.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar það er heiðarlegt og traust.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskólann? Ég ætla í framhaldsskóla og ferðast.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvað)? Ég er í unglingaráði Fjörheima.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðin.