Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Er algjört æði
Laugardagur 4. maí 2024 kl. 06:06

Ungmenni vikunnar: Er algjört æði

Ungmenni vikunnar
Nafn: Ástrós Lovísa Hauksdóttir
Aldur: 16
Bekkur og skóli: 10. MRF Njarðvíkurskóli
Áhugamál: Hitta vini og ferðast

Ástrós Lovísa Hauksdóttir er sextán ára nemandi við Njarðvíkurskóla sem vildi geta lesið hugsanir. Ástrós æfir sund og er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Enska.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Frosti TikTok stjarna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar Jóhann (íslenskukennarinn minn) datt úr stólnum í tíma.

Hver er fyndnastur í skólanum? Kristín.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég er ekki með uppáhaldslag en uppáhaldssöngvarinn minn er Drake.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Subway.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? 10 things I hate about you.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Vatn mat og bát. Vatnið og maturinn er fyrir ferðalagið til baka fra eyðieyjunni og báturinn er til að komast af eyðieyjunni.

Hver er þinn helsti kostur? Getur alltaf leitað til mín eftir hjálp.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Lesa hugsanir.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Bara að vera skemmtileg(ur).

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara í framhaldsskóla.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Já, ég æfi sund.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Æði.