Ungmenni vikunnar: Ég er sterk
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Renata Ane-Marie Sabau
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10.SI Myllubakkaskóli
Áhugamál: Blak
Renata Ane-Marie Sabau er fimmtán ára nemandi við Myllubakkaskóla sem stefnir á hárgreiðslunám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún á í raun engan uppáhaldsmat, nema kannski pizzu. Renata er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Enska er uppáhaldsfagið mitt.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Kannski Jakob Máni af því að hann er góður í sundi eða Zuzanna.
Skemmtileg saga úr skólanum: Vinur minn festist eitt skipti á klósettinu í skólanum og ég gat ekki hætt að hlæja í að minnsta kosti 40 mínútur.
Hver er fyndnastur í skólanum? Pottþétt Jakob Andrés.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Fallen star með The Neighborhood.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kannski bara pizza, ég á í raun engan uppáhaldsmat.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? After (öll serían).
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Mat, vatn og símann minn.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er skapandi og félagslynd.
Ef þú gæti valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta orðið ósýnileg hvenær sem ég vildi.
Hvað eiginleika finnst þér bestur í fari fólks? Að vera skapandi og vera tilbúin að prófa nýja hluti.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskólann? Mig langar að fara í FS og fara á hárgreiðslubraut.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég æfi blak og finnst það mjög gaman. Ég væri til í að æfa blak að minnsta kosti þangað til að ég klára skóla.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvað orð væri það? Sterk.