Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Barngóður íþróttakappi
Mánudagur 13. febrúar 2023 kl. 07:32

Ungmenni vikunnar: Barngóður íþróttakappi

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Guðmundur Snær Andrason
Aldur: 13 ára
Skóli: Holtaskóli
Bekkur: 8. bekkur
Áhugamál: Fótbolti og vera með vinum

Guðmundur Snær er þrettán ára fótboltakappi í Holtaskóla sem er barngóður og góður í flestum íþróttum. Guðmundur er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Tristan, út af því að hann er mjög efnilegur í fótbolta og ég trúi því að hann komist í landsliðið einhvern tímann.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Veit ekki, það eru alltof mikið af sögum.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Örugglega Hjörtur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Lonely eftir Akon.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
KFC, allan daginn.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
Deadpool 2.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Fótbolta, mark og síma, þá myndi mér ekki leiðast.

Hver er þinn helsti kostur?
Góður í flestum íþróttum og barngóður.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi vilja vera ósýnilegur.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar það er hægt að treysta því og það eru ekki feimið við að kynnast þér.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Reyna komast lengra í fótboltanum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Fallegur.