Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungmenni streyma til Suðurnesja á landsmót félagsmiðstöðva
Föstudagur 3. október 2008 kl. 14:43

Ungmenni streyma til Suðurnesja á landsmót félagsmiðstöðva

Landsmót Samfés fer fram á Suðurnesjum nú um helgina. Öll sveitarfélögin á svæðinu hafa lagt mótinu lið með fjárstuðningi og aðstöðu auk þess sem starfsfólk félagsmiðstöðva á Suðurnesjum bera hitann og þungan af skipulagi og stjórnun mótsins þetta árið. Alls munu 70 félagsmiðstöðvar af öllu landinu mæta á Landsmótið og þeir sem eru að koma lengst að eru félagsmiðstöðvar frá Vopnafirði, Þórshöfn og Raufarhöfn.



Hápunktur landsmótsins er n.k. laugardag þegar á fjórða hundruð unglinga af öllu landinu dreifast í um 20 smiðjur víðsvegar um svæðið. Í smiðjunum fást þau við mismunandi viðfangsefni undir leiðsögn færustu leiðbeinenda. Smiðjuvinnan hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 16:00. Hátíðarkvöldverður verður síðan í Íþróttahúsinu í Garði á laugardagskvöldið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024