Ungmenni gómuð við í kannabisreykingar
Lögreglan á Suðurnesjum kom að tveimur ungmennum, sem voru að reykja kannabis, eftir að kvartað hafði verið um hávaða frá tilteknu húsnæði, vegna unglingateitis. Atvikið átti sér stað í fyrrinótt. Þegar lögregla kvaddi dyra, til að hafa tal af húsráðanda, lagði megna kannabis út úr húsnæðinu. Lögreglumenn fóru þá inn og sáu ungmennin tvö, bæði sautján ára, þar sem þau voru að reykja. Þau voru færð á lögreglustöð, þangað sem foreldrar þeirra sóttu þau. Málið er komið í hefðbundinn farveg.