Ungmennagarðurinn vígður á morgun
Stór dagur hjá Ungmennaráði Reykjanesbæjar.
Nýr og glæsilegur Ungmennagarður við 88 Húsið verður vígður á morgun, sumardaginn fyrsta. Hátíðin hefst kl 15:00. Trúbadorarnir Heiður flytja tvö lög, verðlaunaafhending verður fyrir lestrarkeppnina 2014, Thelma Rún Matthíasdóttir frá Ungmennaráði flytur stutt ávarp, sem og Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar. Þá mun Ungmennaráð grilla pylsur, stýra leikjum og sjá um púttkeppni á nýju púttbrautunum. Í verðlaun verður snjallsími. Kynnir verður Valþór Pétursson fulltrúi úr Ungmennaráði. Í Ungmennagarðinum eru þegar minigolf, hjólastólaróla, blakvöllur, ærslabelgur, aparóla og minigolf og það spáir ljómandi fínu veðri á morgun.
Eins og sjá má er garðurinn orðinn hinn glæsilegasti.
Fjölmörg leiktæki eru í garðinum.