Ungmennagarður í Grindavík
- meðal tillagna Ungmennaráðs á bæjarstjórnarfundi.
Ungmennagarður mun rísa á skólalóðinni í Grindavík. Það var meðal tillagna sem Ungmennaráð Grindavíkurbæjar skilaði af sér á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gær. Ungmennin gáfu út kostnaðar- og framkvæmdaráætlun. Greint er frá þessu á vefsíðunni Grindavík.net.
Einnig komu þau með verkefni sem er í gangi, sem nefnist Grindavíkur-appið. Formaður Ungmennaráðs, Lárus Guðmundsson, hóf kynningu á störfum nefndarinnar um stofnun ungmennagarðs á skólalóð Grunnskólans við Ásabraut. Í þessari verkefnavinnu kom fram að í þeirra tillögum eru að framkvæmt verði fyrir 11 milljónir króna.
Aðra tillögur sem nefndar voru: minigolfvöllur, trampólín-körfuboltavöllur, strandblaksvöllur, sófaróla, skýli og aparóla með gúmmíhellum undir. Til þess að framkvæmdir geti hafist þá þarf að fjarlægja bláu útistofuna. Sökkullinn undir henni er sambærilegur að stærð og ramminn sem þarf fyrir strandblakið. Þetta eru allt hugmyndir sem myndu nýtast vel fyrir breytilegan aldurshóp.
Annar kostnaður var metinn á um 1.850.000 kr og er það aðalega jarðvinnukostnaður.
Ungmennaráðið skipa: Lárus Guðmundsson, Nökkvi Harðarson, Elsa Katrín Eiríksdóttir, Karín Óla Eiríksdóttir, Nökkvi Nökkvason, Katrín Lóa Sigurðardóttir og Þórveig Hulda Frímannsdóttir.
Nánar um málið hér.