Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Unglingar til fyrirmyndar
Föstudagur 31. ágúst 2007 kl. 13:22

Unglingar til fyrirmyndar

Útitónleikar sem haldnir voru í gærkvöldi á Keflvíkurtúni í gærkvöldi fóru vel fram en þar enduðu Páll Rósinkranz og félagar hans í Jet Black Joe skemmtilega tónlistardagskrá ungra hljómsveita.

Einnig komu fram hljómsveitirnar Jón Bjarni Ísaksson, Nanna, hljómsveitin Narfur frá Eyrarbakka, Ramses, Reykjavík, mammút og Sky Reports.

Ekki þurfti að hafa afskipti af ungmennum sem sóttu tónleikanna en bæði lögregla sem og barnavernd og Útideild höfðu viðbúnað um kvöldið eins og venjulega á Ljósanótt.

Unglingar voru því til fyrirmyndar og voru tónleikarnir skemmtileg byrjun á Ljósanótt sem nú stendur yfir.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024