Mannlíf

Unglingar í Grindavík söfnuðu rusli á laugardagsmorgni
Þriðjudagur 23. september 2014 kl. 09:41

Unglingar í Grindavík söfnuðu rusli á laugardagsmorgni

Unglingar í 7. bekk í Grindavík rifu sig á fætur á laugardagsmorgni til þess að hreinsa rusl meðfram Grindavíkurvegi, Norðurljósavegi og einnig innan lóðar hjá HS Orku og Bláa Lóninu. Um 30 krakkar mættu auk foreldra, en hópurinn safnaði rusli sem rúmaðist fyrir á heilum pallbíl.

Verkefnið er hluti af fjáröflun hópsins fyrir skólaferð á Reyki í Hrútafirði. Grindavíkurbær, Bláa Lónið og HS Orka styrktu krakkana, enda um mjög jákvætt umhverfisverkefni að ræða sem hefur líka forvarnargildi. Krakkarnir lærðu að umgangast umhverfið og mikilvægi þess að henda ekki rusli úr bílum og áttu góða samverustund með foreldrum sínum. Grindavík.is greinir frá.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Eins og sjá má þá safnaðist talsvert af rusli hjá hópnum.