Ungliðar björgunarsveita koma saman í Sandgerði
Um helgina fer fram landshlutamót unglingadeilda björgunarsveitana við Stafnes skammt frá Sandgerði. Unglingadeildin Von og Björgunarsveitin Sigurvon frá Sandgerði standa fyrir mótinu.
Um 100 krakkar víðsvegar að eru á mótinu og skiptast í hópa sem fá að spreyta sig við hin ýmsu verkefni.
Í dag lærðu krakkarnir meðal annars að hlúa að fórnarlömbum bílslysa og stjórna slöngubátum auk þess sem þau sóttu köfunarnámskeið í sundlauginni í Garði.
Mótinu lýkur á morgun með heljarinnar grillveislu.
VF-mynd/Þorgils Jónsson