Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungir rauðmagasölumenn í Sandgerði
Þriðjudagur 29. apríl 2003 kl. 22:23

Ungir rauðmagasölumenn í Sandgerði

Þau eru ung krakkarnir sem draga kerru á eftir sér um götur Sandgerðis þessa dagana og bjóða íbúum upp á rauðmaga. Viktor, Anna sif og Pétur Snær draga forláta kerru á eftir sér sem er full af rauðmaga og þau selja stykkið á 50 krónur. Þeim gekk vel í gærkvöldi en þá seldu þau 30 rauðmaga, en salan var ekki eins góð í kvöld. Þau ætla að setja peningana sem þau vinna sér inn með þessu móti í baukinn og svo inn á banka. Rauðmagann fá þau frá afa Viktors og voru þau himinlifandi með það. Það er bara vonandi að íbúar Sandgerðis taki vel á móti þessum ungu athafnamönnum þegar þau banka á dyrnar og bjóða rauðmaga.

VF-ljósmynd: Pétur Snær 10 ára, Anna Sif, 6 ára og Viktor 6 ára í Sandgerði í kvöld með fisksöluvagninn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024