Ungir og upprennandi hreyfi- og kvikmyndagerðarmenn á Suðurnesjum
Sumarnámskeiðinu Kvik og leik lauk síðastliðinn föstudag í Hlöðunni, Minni Vogum á Vatnsleysuströnd. Um tuttugu börn og unglingar frá Suðurnesjum tóku þátt og af afrakstri námskeiðsins að dæma má vænta þess að hér vaxi nú upp mikið hæfileikafólk á sviði kvik- og hreyfimyndagerðar, segir á heimasíðu Hlöðunnar.
Meðal þess sem nemendur á námskeiðinu unnu að var gerð tónlistarmyndbands með aðstoð græns bakgrunns, leirmyndagerð og hreyfimyndagerð. Kennarar á námskeiðinu voru þau Guðný Rúnarsdóttir og Markús Bjarnason en meðal gestakennara voru þær Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdóttir teiknari og hreyfimyndagerðarmaður og Rebecca Moran myndbandslistamaður.
Námskeiðið var haldið í samvinnu við sveitarfélagið Voga og styrkt af Menningarráði Suðurnesja.
Hér má sjá brot af afrakstri námskeiðsins:
http://www.youtube.com/watch?v=qTlzBsROOpU&feature=channel