Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Ungir listamenn á námskeiði
Þriðjudagur 29. júní 2004 kl. 16:49

Ungir listamenn á námskeiði

Það var mikið fjör hjá krökkunum í listaskóla barnanna í Reykjanesbæ þar sem þau máluðu í dag. Listaskólinn er starfræktur í Svarta Pakkhúsinu við Hafnargötu og þar verða mörg listaverk til á hverjum degi.
Einbeitningin skein úr hverjum svip og strokurnar yfir hvítan flöt pappírsins voru dregnar af ákveðni – allt þar til heildstætt myndlistarverk var til. Án efa eru myndlistarmenn framtíðarinnar þarna á ferðinni.
Á mánudag hefst nýtt námskeið í listaskóla barnanna í Reykjanesbæ.

Myndin: Einbeitningin leynir sér ekki. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25