Ungir framsóknarmenn bjóða í skemmtisiglingu
Það er nóg um að vera hjá ungum framsóknarmönnum þessa dagana en þeir hafa verið duglegir við það að bjóða ungu fólki í grill og á ýmsar samkomur undanfarið. Engin breyting verður á því um helgina en á föstudag munu þeir grilla fyrir utan kosningaskrifstofu sína í Hólmgarði og verður það Hjálmar Árnason sem sér um það. Á laugardag munu ungir framsóknarmenn svo bjóða í skemmtisiglingu frá Keflavíkurhöfn. Ætla þeir að hittast á kosningaskrifstofu sinni í Hólmgarði kl. 21:00 en farið verður af stað með bátnum Moby Dick kl. 22:00 og komið heim kl. 24:00. Hljómsveitin Flugan mun spila fyrir gesti um borð og verður boðið upp á ýmsar veitingar. Ef fólk hefur áhuga á því komast með í ferðina verður það að skrá sig í síma: 896-1781 eða 421-7600 hjá Ingva. Athuga ber að aðeins komast 70 um borð í bátinn og því verður fólk að hafa hraðar hendur.
Ekki er þetta það eina sem er í gangi hjá ungum framsóknarmönnum því næsta föstudag, 9. maí verða þeir með ball í Stapa þar sem Írafár spilar fyrir dansi. Þeir sem koma með X-B merki í barminum fá frítt inn en það kostar 2000 kr. fyrir aðra.
Ekki er þetta það eina sem er í gangi hjá ungum framsóknarmönnum því næsta föstudag, 9. maí verða þeir með ball í Stapa þar sem Írafár spilar fyrir dansi. Þeir sem koma með X-B merki í barminum fá frítt inn en það kostar 2000 kr. fyrir aðra.