Mannlíf

Ungir drengir skipulögðu Dekkjakeppni á Ljósanótt
Drengirnir ásamt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Hafþóri Birgissyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Miðvikudagur 31. ágúst 2016 kl. 06:00

Ungir drengir skipulögðu Dekkjakeppni á Ljósanótt

Fjórir drengir í Reykjanesbæ, þeir Gísli Róbert Hilmisson, Aron Örn Hákonarson, Tómas Ingi Magnússon og Valur Þór Hákonarson, hafa skipulagt Dekkjakeppnina sem fram fer í Ungmennagarðinum við 88 Húsið á morgun, fimmtudaginn 1. september klukkan 15:00. Drengirnir hafa komið til fundar við bæjarstjóra og rætt þann möguleika að setja upp innanhússaðstöðu fyrir hjólabrettaíþróttina.

Í Dekkjakeppninni verður keppt með frjálsri aðferð á hjólum, hlaupahjólum, hjólabretti og línuskautum og eru vegleg verðlaun í boði. Skráning verður á staðnum. Nánar má lesa um keppnina á vef Reykjanesbæjar

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024