Ungir blaðamenn í Njarðvíkurskóla
Vikuna 17.-21. mars hafa nemendur í 7. bekk í Njarðvíkurskóla unnið að verkefni sem kallas „Dagblöð í skólum“. Verkefnið er unnið í samvinnu við Morgunblaðið og DV en þau sjá nemendum fyrir dagblöðum alla vikuna.
Markmið verkefnisins er m.a. að venja nemendur við dagblaðalestur og að þjálfa nemendur í lestri og ritun á mismunandi textagerðum og blaðagreinum. Einnig er lögð áhersla á að venja nemendur við að segja skipulega frá því sem þeir hafa lesið. Nemendur fá svokallaðan blaðapassa sem inniheldur ýmis verkefni tengd
dagblöðum. Nemendur búa t.d. til nýjar fyrirsagnir á fréttir, skrifa frétt við fyrirsögn og taka viðtöl. Verkefnið hefur gengið mjög vel og nemendurnir eru mjög áhugasamir og
finnst þetta kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi. Rúsínan í pylsuendanum er svo heimsókn til dagblaðanna þar sem nemendur fá innsýn í hvernig dagblað verður til.
VF-ljósmynd: Ungir blaðamenn að störfum.
Markmið verkefnisins er m.a. að venja nemendur við dagblaðalestur og að þjálfa nemendur í lestri og ritun á mismunandi textagerðum og blaðagreinum. Einnig er lögð áhersla á að venja nemendur við að segja skipulega frá því sem þeir hafa lesið. Nemendur fá svokallaðan blaðapassa sem inniheldur ýmis verkefni tengd
dagblöðum. Nemendur búa t.d. til nýjar fyrirsagnir á fréttir, skrifa frétt við fyrirsögn og taka viðtöl. Verkefnið hefur gengið mjög vel og nemendurnir eru mjög áhugasamir og
finnst þetta kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi. Rúsínan í pylsuendanum er svo heimsókn til dagblaðanna þar sem nemendur fá innsýn í hvernig dagblað verður til.
VF-ljósmynd: Ungir blaðamenn að störfum.