Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungir blaðamenn heimsækja Víkurfréttir
Mánudagur 15. mars 2004 kl. 10:29

Ungir blaðamenn heimsækja Víkurfréttir

Nemendur úr Njarðvíkurskóla sem hyggjast standa fyrir útgáfu á skólablaði sem mun koma út fyrir helgina litu við á ritstjórn Víkurfrétta í dag. Í hópnum eru krakkar úr 8. til 10. bekk og vinna þau blaðið í tengslum við svokallaða þemadaga sem hófust á fimmtudag í síðustu viku og standa til dagsins í dag.
Efni skólablaðsins verður fjölbreytt, m.a. viðtöl við kennara, nemendur og birtar verða frásagnir frá vinnuhópum sem starfa í skólanum í tengslum við þemadagana. Mikið er um að vera í skólanum á þemadögum og ber hæst undirbúningur fyrir árshátíð skólans sem fram fer á morgun.
Ritstjóri og umsjónarmaður hópsins er Guðmundur „Brói“ Sigurðsson kennari í Njarðvíkurskóla. Ritstjórn blaðsins samanstendur af 13 nemendum og að sögn krakkanna finnst þeim blaðaútgáfan vera spennandi. „Þetta er bara rosalega skemmtilegt,“ sögðu krakkarnir þegar þau kynntu sér starfsemi Víkurfrétta.

Myndin: Ungir blaðamenn úr Njarðvíkurskóla í heimsókn á Víkurfréttum. F.v.: Guðbjartur, Þóra (sitjandi), Valbjörg, Lára, Sigurbjörg, Ingibjörg, Hilmar Bragi, Aftari: Grétar, Anna, Kári, Arndís, Brói, Björgvin og Davíð.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024