Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungi.is - Nýr upplýsingavefur fyrir verðandi foreldra
Fimmtudagur 23. mars 2006 kl. 15:32

Ungi.is - Nýr upplýsingavefur fyrir verðandi foreldra

Opnuð hefur verið fyrsta heildstæða upplýsingaveitan á netinu fyrir verðandi foreldra sem inniheldur yfirgripsmiklar upplýsinga um meðgöngu, nafnaval, öryggi á heimilinu, og fleira sem tengist komu barns í heiminn. Vefurinn hefur verið í vinnslu um þó nokkurn tíma og mikið lagt í vefinn að öllu leyti.

Nafnavélin
Á vefnum er svonefnd Nafnavél sem gefur foreldrum þann kost að leita að nöfnum, máta saman mismunandi skírnar-, milli-, og eftirnafn, sjá beygingar allra nafna, sjá hversu margir beri nafnið, hvort það hafi verið vinsælt síðustu ár og margt fleira.

Ungapóstur
Foreldrum stendur einnig til boða að skrá sig og fá sendan póst í hverri viku meðgöngunnar með lýsingu á því hvað sé að gerast í maganum, hvernig fóstrið muni þroskast þá vikuna, myndir af fóstrinu, gröf sem sýna vöxt þess og fleira.

Það er Vefmiðlun ehf. sem á og rekur vefinn ungi.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024