Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Ungfrú Ísland: Verja Suðurnesjastúlkur titilinn?
Fimmtudagur 24. maí 2007 kl. 11:10

Ungfrú Ísland: Verja Suðurnesjastúlkur titilinn?

Fegurðardrottning Íslands 2007 verður valin úr hópi 24 glæsilegra keppenda af öllu landinu n.k. föstudagskvöld á Broadway en fulltrúar Suðurnesja að þessu sinni verða þær Karen Lind Tómasdóttir, ungfrú Suðurnes 2007, Irmý Ósk Róbertsdóttir og Kristín Rós Þorgilsdóttir.


Karen sagði í samtali við Víkurfréttir að þær væru farnar að hlakka til úrslitakvöldsins og aðspurð sagði hún að vissulega stæði til að halda titlinum á Suðurnesjum. „Þetta er annars mjög gaman en við erum búnar að vera í þrotlausum æfingum í þrjár vikur. Mestur tíminn hefur farið í að æfa atriðin undir stjórn Yesmin Olson. Þau eru alveg ótrúlega flott og hún Yesmin er algjör snillingur.“


Sif Aradóttir, Ungfrú Ísland 2006, mun þar krýna arftaka sinn, en keppnin verður send út beint á Skjá Einum.


Keppendur koma fram í glæsilegu opnunaratriði, sýna m.a. vortískuna frá Hype Laugavegi, nýjustu O´Neill baðfatatískuna og að síðustu koma þær fram í síðkjólum að eigin vali. Úrslit verða laust fyrir miðnætti, en meðal þeirra er sitja í dómnefnd keppninnar er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Ungfrú Heimur 2005.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Public deli
Public deli