Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

UNG: Væri til í endalausar armbeygjur
Laugardagur 19. maí 2012 kl. 12:04

UNG: Væri til í endalausar armbeygjur



Irena Sól Jónsdóttir er í 9. bekk Heiðarskóla og væri til í að geta gert endalaust af armbeygjum í Skólahreysti.

Hvað gerirðu eftir skóla?
Fer út með hundinn, á æfingu, borða, læri og svo bara horfi ég á sjónvarpið eða eitthvað.

Hver eru áhugamál þín?
Körfubolti er stærsta áhugamálið.

Uppáhalds fag í skólanum?
Stærðfræði er skemmtilegust.

En leiðinlegasta?

Enskan er neðst á þeim lista.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Grjónagrautur eða kjúklingasalat.

En drykkur?
Eplasafi er uppáhalds drykkurinn.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft, hver væri hann?

Örugglega að gera endalaust af armbeygjum í Skólahreysti.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?

Hef ekki hugmynd, en örugglega eitthvað sem tengist körfubolta.

Hver er frægastur í símanum þínum?
Mamma eða pabbi held ég.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?

Örugglega bara stríða öllum!

Mynd: Irena er lengst til vinstri ásamt félögum sínum í Heiðarskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024