UNG: Væri til í að vera ósýnilegur við heppilegt atvik
Ólafur Bergur Ólafsson er á leið í 10. bekk í Njarðvíkurskóla. Honum langar að verða bóndi eða atvinnumaður í körfubolta í framtíðinni. Hann segir Jón Gnarr vera solid og skemmtilegur og þættirnir The Big Bang Theory lýsa honum best.
Hvað geriru eftir skóla?
Ég legg mig í svona hálftíma og læri og hringi svo í einhvern góðan vin og chilla.
Hver eru áhugamál þín?
Pottþétt körfubolti og allt sem tengist því, t.d. NBA og Dominos deildin.
Uppáhalds fag í skólanum?
Stærðfræði.
En leiðinlegasta?
Danska pottþétt haha.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Það væri Arnold Schwarzenegger af því að hann er grjótharður og með svakalegan hreim.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Það væri að geta verið ósýnilegur við heppilega tilvik hehe.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Það er að vera bóndi eða eitthvað með dýrum eða verða atvinnumaður í körfu.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Það myndi vera Redcar eða Rafn Edgar.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Jón Gnarr, hann er solid og skemmtilegur gaur í alla staði.
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Það sem allir strákar myndi gera haha.
Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Hann er bara ólíkur öllum öðrum.
Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Hreinskilinn og pinu feiminn gaur.
Hvað er skemmtilegast við Njarðvíkurskóla?
Krakkarnir og það er eiginlega aldrei heimavinna miðað við aðra skóla haha.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Fjöllin hafa vakað með EGÓ.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
The Big Bang Theory tvímælalaust.
Besta:
Bíómynd?
Forrest Gump er í miklu uppáhaldi.
Sjónvarpsþáttur?
The Big Bang Theory.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Eminem og Guns n Roses.
Matur?
Tortillan hennar mömmu klikkar ekki.
Drykkur?
Skógarberja bergtoppur haha.
Leikari/Leikkona?
Tom Hanks.
Lið í Ensku deildinni?
Liverpool er mitt lið.
Lið í NBA?
Indiana Pacers.
Vefsíða?
Google haha.