UNG: Væri til í að geta galdrað peninga
Ljiridona Osmani er í UNG vikunnar. Fótbolti er hennar helsta áhugamál. Stærfræði er leiðinlegasta fagið og henni langar að verða lögfræðingur eða sálfræðingur í framtíðinni.
Hvað geriru eftir skóla?
Fer heim, borða og svo fer ég á fótbolta æfingu.
Hver eru áhugamál þín?
Klárlega fótbolti!
Uppáhalds fag í skólanum?
Íslenska og íþróttir.
En leiðinlegasta?
Stærðfræði...
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Of margir!
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta galdrað helling af peningum.
Hvað er draumastarfið þitt í framtíðinni?
Væri alveg til i að vera lögfræðingur eða sálfræðingur.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Bæði mamma og pabbi.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Mamma og pabbi auðvitað.
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Ræna banka.
Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Hann er bara venjulegur.
Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Myndi segja að ég væri skynsöm.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Ég hef enga hugmynd!
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Friends!
Besta:
Bíómynd?
She's The Man.
Sjónvarpsþáttur?
Klárlega Friends!!
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Finnst Beyonce æðisleg.
Matur?
Kjúklingasalat.
Drykkur?
Vatn.
Leikari/leikkona?
Lisa Kudrow og Matthew Steven.
Fatabúð?
H&M, Forever 21 og svo er Gallerí 17 alveg fín búð.
Vefsíða?
Myndi segja Instagram.
Bók?
Hef nú ekki mikið áhuga á bókum.