UNG: Væri til í að blokka Lebron James
Ölli besta bíómyndin
Hrund Skúladóttir er nemandi í 8. bekk í Grindavíkurskóla. Hún hefur mikinn áhuga á körfubolta og spilaði hún m.a. sinn fyrsta leik með meistaraflokki Grindavíkur á dögunum. Hún myndi vilja hitta körfuboltastjörnurnar Kobe Bryant eða Lebron James og segir að sund og samfélagsfræði séu leiðinlegustu fögin í skólanum.
Hvað geriru eftir skóla?
Ég fer oftast bara heim, fæ mér að borða, kíkja í tölvunna, læra og fer á æfingar.
Hver eru áhugamál þín?
Körfubolti er náttúrulega bestur og svo bara vera með vinum og fjölskyldu.
Uppáhalds fag í skólanum?
Ég held að það sé íþróttir og Stærðfræði.
En leiðinlegasta?
Það er klárlega Sund og Samfélagsfræði.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Það myndi sennilega bara vera Kobe Bryant eða Lebron James.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Það fyrsta sem mig dettur í hug er að hætta tárast þegar ég hlæ, annars væri ég ekkert á móti því að fá að blokka Lebron James.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Ég veit það ekki alveg en ég stefni allavega að fara út og spila körfubolta.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Pabbi er klárlega á toppnum.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Held það sé enginn einn, fjölskyldan og vinirnir eru á toppnum.
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?
Stríða vinkonum mínum nógu mikið.
Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Það er ekkert sem toppar joggingföt.
Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Áhugasöm, metnaðarfull, skrýtin og körfuboltasjúk.
Hvað er skemmtilegast við Grindavíkurskóla?
Klárlega félagsskapurinn.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Girl On Fire með Alicia Keys, allavega þegar við erum að tala um körfubolta finnst mér það alveg eiga við.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Úff þetta er erfitt, held það sé ekki neinn sem ég veit um.
Besta:
Bíómynd?
Ölli allan daginn.
Sjónvarpsþáttur?
Friends myndi ég halda.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Miley Cyrus þó hún sé með ógeðsleg video, hún er samt ekkert alveg best.
Matur?
Allt sem mamma eldar.
Drykkur?
Mjólkin er best.
Leikari/Leikkona?
No comment.
Fatabúð?
Ætli það sé ekki bara H&M, Topshop og Nikestore.
Vefsíða?
Facebook og Karfan.is
Bók?
Skúli skelfir og nærbrækurnar.