UNG: Skoða mig um í stelpuklefanum
Þorbergur Jónsson er nemandi í Heiðarskóla. Hann er í UNG vikunnar.
Hvað gerirðu eftir skóla? Kíki heim, fæ mér að borða eða kíki á rúntinn með félögum og undirbý mig síðan fyrir æfingar
Hver eru áhugamál þín? Aðallega körfubolti og fótbolti.
Uppáhalds fag í skólanum? Klárlega samfélagsfræði hjá henni Mörthu.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Geirmundur Valtýsson, betur þekktur sem Skagfirska sveiflan.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft, hver væri hann? Að geta flogið.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Eitthvað sem tengist flugi.
Hver er frægastur í símanum þínum? Brenton Birmingham.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Hef ekki hitt neinn sérstaklega frægan.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Skoða mig um í stelpuklefanum.
Hvað er uppáhalds appið þitt? Snapchat og 1010.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Mjög afslappaður.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Á það til að fara yfir strikið.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Kennararnir.
Hvaða lag myndi lýsa þér best? All i do is win.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? How I Met Your Mother.
Besta:
Bíómynd? Transformers trilogy
Sjónvarpsþáttur? How i met your mother
Tónlistarmaður/Hljómsveit? Eminem
Matur? Allt hjá mömmu og ömmu
Drykkur? Kók og vatn
Leikari/Leikkona? Matthew McConaughey
Fatabúð? H&M
Vefsíða? Karfan.is
Bók? Mitt eigið Harmageddón