UNG: Sjúkraþjálfarinn spennandi
Bergþóra Hrund er nemandí í 10. bekk í Heiðarskóla.
Bergþóra Hrund Bergþórsdóttir er nemandí í 10. bekk í Heiðarskóla. Kjúklingasalat er uppáhalds maturinn hennar og Bold and the Beautiful eru uppáhalds þættir.
Hvað gerirðu eftir skóla?
Ég fæ mér að borða og fer svo yfirleitt á æfingar eða hitti vini mína.
Hver eru áhugamál þín?
Að dansa og vera með vinum og fjölskyldu.
Uppáhalds fag í skólanum?
Stærðfræði er í uppáhaldi.
En leiðinlegasta?
Ábyggilega náttúrufræði.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Klárlega Beyoncé.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta flogið!
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Er ekki farin að hugsa svo langt, en mér finnst sjúkraþjálfari spennandi.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Það hlýtur að vera Höddi Sveins.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Jón Jónsson.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Gera það sem ég get ekki gert sýnileg.
Hvað er uppáhalds appið þitt?
Snapchat er í miklu uppáhaldi.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Mjög þæginlegum bara.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?
Flippuð og elska að gera klikkaða hluti.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
Starfsfólkið og nemendurnir.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Flestir segja sexy got back hahah.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Bold and the beautiful, vegna þess það er oft mikið drama í gangi í mínu lífi.
Besta:
Bíómynd?
LOL
Sjónvarpsþáttur?
Ég held að það sé Neighbours.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Það eru svo margir, get ekki valið einn uppáhalds.
Matur?
Kjúklingasalat er í miklu uppáhaldi!
Drykkur?
Vatn eða Eplasvali.
Leikari/Leikkona?
Shailene Woodley eða Jennifer Aniston.
Fatabúð?
Ég elska Topshop og Bershku.
Vefsíða?
Facebook.
Bók?
Ég hef engann áhuga á að lesa, og ég hef aldrei lesið góða bók.