UNG: „Single Ladies lýsir mér best“
Íris Ósk Halldórsdóttir er í UNG vikunnar. Hana langar að verða sálfræðingur í framtíðinni og Instagram er hennar uppáhalds app.
Hvað gerirðu eftir skóla? Læri, tala við eða hitti vinkonurnar, horfi á þætti og borða.
Hver eru áhugamál þín? Að sofa er mitt helsta áhugamál.
Uppáhalds fag í skólanum? Enska er í uppáhaldi.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Væri örugglega mjög gaman að hitta Jim Carrey.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft, hver væri hann? Að lesa hugsanir þegar ég vil.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Mig langar að verða sálfræðingur eins og er.
Hver er frægastur í símanum þínum? Emilíana (Emil).
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Það væri hann Jón Jónsson.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Ég myndi fara að hræða allar vinkonur mínar.
Hvað er uppáhalds appið þitt? Örugglega Instagram.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Mjög laid back.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Það býr mamma innst í mínum hjartarótum.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Kennararnir.
Hvaða lag myndi lýsa þér best? Single Ladies - Beyoncé.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends.
Besta:
Bíómynd? Hef elskað Harry Potter síðan ég var lítil.
Sjónvarpsþáttur? Game of Thrones, elska allt svona fantasy dót.
Tónlistarmaður/Hljómsveit? Sam Smith, röddin hans er guðdómleg.
Matur? Tacos frá Taco Bell.
Drykkur? Svona bleikt Fanta.
Leikari/Leikkona? Ég elska eiginlega alla gamanleikara en Peter Dinklage er í uppáhaldi.
Fatabúð? Urban Outfitters, elska hana út af öllum fyndnu hlutnum sem eru í henni.
Vefsíða? Youtube, veit ekki hvað ég myndi gera án þess.
Bók? Harry Potter And The Deathly Hallows.