Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

UNG: Myndi tapa mér ef ég hitti Justin Bieber
Laugardagur 10. janúar 2015 kl. 10:35

UNG: Myndi tapa mér ef ég hitti Justin Bieber

Hanna Björg Sveinsdóttir er nemandi í 10. bekk í Heiðarskóla. Hún væri til í að geta lesið allt einu sinni og muna það að eilífu. Hana langar að verða tannlæknir í framtíðinni og segir að Instagram sé uppáhalds appið.

Hvað gerirðu eftir skóla?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég læri heimavinnuna og fer á fótboltaæfingu eða hitti vini mina.

Hver eru áhugamál þín?

Mín helstu áhugamál eru að standa mig vel í skóla og fótbolta. Svo finnst mér gaman að eyða tíma með vinum og fjölskyldu.

Uppáhalds fag í skólanum?

Stærðfræði tímarnir eru uppáhalds.

En leiðinlegasta?

Skólasund er það leiðinlegasta.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?

Það er erfitt að gera upp á milli en ætli ég myndi ekki tapa mér ef ég myndi loksins hitta Justin Bieber.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?

Ég væri alveg til í að geta bara lesið allt einu sinni en muna það að eilífu.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?

Mig hefur lengi dreymt um að verða tannlæknir.

Hver er frægastur í símanum þínum?

Viktor Guðberg.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?

Pabbi minn. Hann er lögga.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?

Vera viðstödd dag í lífi Beyoncé. Svo myndi ég adda mér á instagram í símanum hennar.

Hvað er uppáhalds appið þitt?

Instagram er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?

Fatastíllinn minn er í raun mjög einfaldur. Ég vil hafa fötin mín þægileg og klæðist yfirleitt svörtu og hvítu.

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?

Ég er starfsmaður í þjálfun á KFC.

Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?

Mér finnst Heiðarskóli mjög skemmtilegur og góður skóli. En það skemmtilegasta við skólann er auðvitað félagslífið.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?

Ljúft að vera til – Jón Jónsson.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?

Hmm.. Kannski bara Keeping Up With The Kardashians. Þar sem ég get stundum verið smá dramaqueen.


Besta:

Bíómynd? One Direction myndin, Where We Are.

Sjónvarpsþáttur? Vampire Diaries.

Tónlistarmaður/Hljómsveit? Beyoncé.

Matur? Kjúklingur.

Drykkur? Sprite.

Leikari/Leikkona? Zac Efron.

Fatabúð? Vila.

Vefsíða? Facebook.

Bók? Rökkurhæðir.