Mannlíf

UNG: Myndi ræna mat á Cheesecake Factory
Miðvikudagur 23. júlí 2014 kl. 14:24

UNG: Myndi ræna mat á Cheesecake Factory

Tara Lynd Pétursdóttir er á leið í 9. bekk í Holtaskóla. Körfubolti og að vera með með vinum eru helstu áhugamál hennar og hana langar að verða flugfreyja eða flugstjóri í framtíðinni.

Hvað gerirðu eftir skóla?
Borða og fer síðan á æfingar eða hitti vini.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver eru áhugamál þín?
Körfubolti og svo vera með vinum mínum.

Uppáhalds fag í skólanum?
Stærðfræði, náttúrufræði og enska.

En leiðinlegasta?
Danska og íslenska.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Allir úr One Direction og Beyoncé.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta lesið hugsanir og flogið.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Ábyggilega flugfreyja eða flugstjóri hjá Icelandair.

Hver er frægastur í símanum þínum?
Hjölli er frægastur.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Fjölskyldan, Gwyneth Paltrow, Sting og fleiri.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Fara til Boston og taka öll fötin sem mig langar í. Líka ræna matnum á Cheesecake Factory.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Held bara mjög venjulegum. Ég vil samt alltaf vera fín.

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?
Ofvirk stelpa sem elskar körfubolta.

Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla?
Krakkarnir og sumir kennarar.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Èg hef ekki hugmynd.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Örugglega Friends eða Pretty little liars.

Besta:

Bíómynd?
This Is Us er í uppáhaldi.

Sjónvarpsþáttur?
Pretty Little Liars og The Carrie Diaries.

Tónlistarmaður/Hljómsveit?
One Direction og Beyoncé.

Matur?
Hakkrétturinn hans pabba.

Drykkur?
Pink Lemonade.

Leikari/Leikkona?
Julia Roberts og Sandra Bullock.

Fatabúð?
Forever 21, H&M, Asos og Urban Outfitters.

Vefsíða?
Instagram og Tumblr.

Bók?
The Fault In Our Stars.