UNG: Myndi labba um nakin ef ég væri ósýnileg
Tinna Björgvinsdóttir er í UNG vikunnar. Danska er leiðinlegasta fagið að hennar mati og Samfélagsfræði það skemmtilegasta. Henni langar að verða flugfreyja í framtíðinni og henni líkar vel litríka sokka.
Hvað geriru eftir skóla?
Oftast vinna en annars læra.
Hver eru áhugamál þín?
Dans og vera með vinum og svona.
Uppáhalds fag í skólanum?
Samfélagsfræði.
En leiðinlegasta?
Danska.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Það væri hann Martin lawrence.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta verið ósýnileg.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Flugfreyja.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Hún Bryndís Sunna.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Held að það sé Friðrik Dór.
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Labba um nakin.
Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Er bara með nokkuð venjulegan fatastíl nema það að mér líkar rosa vel við litríka sokka.
Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Ég er jákvæð.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Ég er bara ekki alveg viss hlusta ekkert mikið á lög.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Emm.. það er einhver með stelpu í en ég man ekki hvað hann heitir.
Besta:
Bíómynd?
Shark tale.
Sjónvarpsþáttur?
Pretty Little Liars.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Iggy Azalea.
Matur?
Hamborgari.
Drykkur?
Sítrónusafi.
Leikari/Leikkona?
Martina Lawrence.
Fatabúð?
Topshop.
Vefsíða?
Facebook.
Bók?
Eeee.. símarskráin.