Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ung listakona teiknar háhýsi í Keflavík
Birgitta mundar blýantinn fyrir framan háshýsi Samkaupa við Krossmóa.
Miðvikudagur 29. maí 2013 kl. 16:07

Ung listakona teiknar háhýsi í Keflavík

Birgitta Ýr Sigurðardóttir í 6. bekk VR í Myllubakkaskóla gæti verið efni í myndlistarmann.

Birgitta Ýr Sigurðardóttir í 6. bekk VR í Myllubakkaskóla gæti verið efni í myndlistarmann. Hún stóð fyrir framan háhýsi Samkaupa við Krossmóa í Reykjanesbæ og teiknaði bygginguna á blað sem hún var með.

„Við erum að gera verkefni í skólanum og áttum að teikna hús með auglýsingaskilti á,“ sagði Birgitta þegar fréttamaður VF spurði hana þar sem hún mundaði blýantinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Skólum er ýmist lokið eða er að ljúka, grunnskólarnir hætta síðast. Þar er prófum samt lokið á flestum stöðum og þá finna kennararnir nemendum hin ýmsu verkefni.