UNG: Langar að geta lesið hugsanir
Hafdís Fanney Guðlaugsdóttir er í 10. bekk í Heiðarskóla. Ef hún mætti vera ósýnileg í einn dag myndi hún kíkja inn í strákaklefann.
Hvað gerirðu eftir skóla? -Fer á fótbolta æfingu, hitti vini eða er bara í símanum inni í herbergi haha.
Hver eru áhugamál þín? -Mér finnst gaman að spila fótbolta, hlusta á tónlist og ferðast.
Uppáhalds fag í skólanum? -Klárlega stærðfræði og danska.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? -Það koma margir til greina, en myndi helst vilja að hitta Cristiano Ronaldo.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? -Langar að geta lesið hugsanir.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? -Langar að vera sálfræðingur og snyrtifræðingur.
Hver er frægastur í símanum þínum? -Alma Emils celeb.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? -Bara þessir frægu íslensku söngvarar.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? -Myndi ábyggileg kíkja inn í strákaklefann hahaha.
Hvað er uppáhalds appið þitt? -Það líður ekki einn dagur sem ég fer ekki inná snapchat eða instagram.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? -Bara venjulegur, gallabuxur og bolur eða hettupeysa oftast.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? -Ég hlæ mjög mikið og nýt þess að vera til.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? -Kennararnir og nemendurnir eru yndislegir.
Hvaða lag myndi lýsa þér best? -Eina sem mig dettur í hug núna sem lýsir mér er No good for you með Megan Trainor haha.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? -Held að 90210 lýsi mér svolítið.
Besta:
Bíómynd? -Fifty shades of Grey er fullkomin.
Sjónvarpsþáttur? -The Vampire Diaries eru bestu þættir sem ég hef séð.
Tónlistarmaður/Hljómsveit? -Jason Derulo, Taylor Swift og Ed Sheeran eru í uppáhaldi hjá mér
Matur? -Makkarónurétturinn hennar ömmu er langbestur.
Drykkur? -Mér finnst Sprite best.
Leikari/Leikkona? -Brad Pitt, Leonardo Dicaprio og Adam Sandler eru mjög góðir leikarar.
Fatabúð? -Klárlega Forever 21.
Vefsíða? -Er ekki mikið inni á vefsíðum, en annars Facebook bara.
Bók? -Bækur inni á Wattpad eru bestar, en annars Hjálp eftir Þorgrím Þráinsson.