UNG: Hress fótboltafíkill
Andri Snær Sölvason er 16 ára Keflvíkingur. Hann er harður Livepool aðdáandi og hann myndi vilja hitta Luis Suarez, framherja liðsins.
Hvað geriru eftir skóla?
Ég legg mig oft eftir skóla og fer svo á æfingu um kvöldið en ef það er engin æfing hitti ég vini mína.
Hver eru áhugamál þín?
Fótbolti aðallega.
Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir og heimilisfræði.
En leiðinlegasta?
Klárlega stærðfræði og íslenska.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Luis Suarez framherji Liverpool.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að vera ofur hraður, það kæmi sér mjög vel ef maður er að verða seinn.
Hvað er draumastarfið?
Atvinnumaður í fótbolta að sjálfsögðu.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Ætli það sé ekki bara Arnór Sindri Sölvason bróðir minn vegna Tvíeggja.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Dietmar Hamann fyrrum leikmann Liverpool.
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Leynast í flug til Liverpool og fara á Anfield.
Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Frekar venjulegur bara bolur peysa og nettar buxur.
Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Hress gaur sem er fótbolta fíkill.
Hvað er skemmtilegast við Myllubakkaskóla?
Hann er svo þæginlegur skóli því það eru svo fáir í 10.bekk svo ég held að það sé skemmtilegast við hann.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Friðrik Dór - Alveg sama (Til í allt II)
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Brooklyn Nine-Nine vegna húmorsins.
Besta:
Bíómynd?
The Wolf of Wall Street
Sjónvarpsþáttur?
Breaking Bad.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Kanye West.
Matur?
Pizza.
Drykkur?
Pepsi.
Leikari/Leikkona?
Leonardo DiCaprio.
Lið í Ensku deildinni?
Liverpool!
Lið í NBA?
Miami Heat.